„Ég dansa aldrei en þarna var svo mikill kraftur að ég tróð mér inn í hópinn”

0

Tónlistarmaðurinn Tarnús Jr var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „One by one.” Kappinn var staddur í New York borg en þar ásamt öðrum borgum í bandaríkjunum var verið að sýna stuttmynd eftir hann. Um vapp sitt í stóra epplinu sá hann hóp af fólki vera tromma á bongó og nokkrir voru að dansa!

„Ég dansa aldrei en þarna var svo mikill kraftur að ég tróð mér inn í hópinn og reyndi að herma eftir dansinum sem gékk frekar ílla. Ég og vinur minn tókum eftir því að aðrir ferðamenn og almenningur byrjuðu að koma inní hópinn til að dansa eða hrista sig, það varð allt brjálað á jákvæðan hátt.” – Tarnús Jr.

Tarnús Jr samdi lagið fyrir mörgun árum en hafði aldrei tekið það upp fyrr en nú. Hugmyndin var að fá hljóðfæraleikara til að spila inn á lagið en að hans sögn er hann mjög óþolinmóður og hvatvís og spilaði hann því á öll hljóðfærin sjálfur.

Textinn í laginu fjallar um breytingar hjá Tarnúsi Jr og er það kanski eitthvað fyrir fólk að hugsa um. Afhverju að vera leiðinlegur þegar maður getur verið skemmtilegur? (ráð og texti frá Hannesi Baldurssyni sem var í bandinu Spírandi Baunir)

Skrifaðu ummæli