„Ég áttaði mig á að ég var sjálf að taka þátt í þessari brenglun”

0

Ljósmynd: Birta Rán.

Tónlistarkonan Hildur var að senda frá sér nýtt lag og myndband en það ber heitið „Picture Perfect” og er fyrsta lagið af nýrri EP plötu.

„Ég samdi sjálf lag og texta og pródúseraði ásamt Simen Hope, sem er norskur pródúser búsettur í Bergen. Hann hefur verið að vinna t.d með Sigrid og fleirum þekktum listamönnum. Við tókum lagið upp í Bergen í Noregi og það var geggjuð upplifun“. – Hildur.

Hildur segir lagið vera mjög persónulegt en það fjallar um pressuna sem fylgir því að finnast maður þurfa að vera fullkominn alltaf, sérstaklega þegar maður skoðar instagram og allir virðast vera að lifa fullkomnu lífi en enginn deilir því þegar þeim líður illa.

Ljósmynd: Birta Rán.

Lagið kom til Hildar þegar hún var ekki á góðum stað og var að kljást við kvíða. Hildur var nýbyrjuð á lyfjum vegna slæmrar húðar en á sama tíma deildi hún bara „glöðum“ myndum með heiminum.

„Ég áttaði mig á að ég var sjálf að taka þátt í þessari brenglun, Að vera alltaf Picture Perfect“ – Hildur.

Lagið er einnig komið á Spotify.

Skrifaðu ummæli