EFTIR ALLLANGA MARINERINGU VARÐ TIL ÞRIÐJA KRYDDIÐ

0

Prins Póló hefur nú hafið fjármögnun vegna útgáfu á sinni þriðju breiðskífu. Vinna við verkið hófst árið 2015 og er núna á lokametrunum. Áhugasömum gefst nú tækifæri á að fjármagna útgáfuna í gegnum vefsíðuna karolinafund.com og leggja þannig sitt á vogarskálarnar til þess að platan komi út. Eftir alllanga marineringu hefur skífan fengið nafnið Þriðja Kryddið.

Nokkrar áhugaverðar fjármögnunarleiðir eru í boði á karolinafund.com. Ódýrasta og einfaldasta leiðin er svokölluð Öðlun en þá fær kaupandi skjal því til staðfestingar að Prinsinn hafi aðlað viðkomandi í hirð sína. Skjalið er hægt að prenta út sem eilífan vitnisburð um stöðu viðkomandi. Öðlun kostar litlar 1.200 krónur.

Þá er hægt að forpanta eintök af plötunni í hefðbundnu formi svo sem vínyl, geisladisk, eða mp3.

Einnig er hægt að eignast sérhannað, áritað og tölusett myndverk eftir Prinsinn.

Síðast en ekki síst er í boði ævintýraferð í Havarí, óðal Prinsins og eiginkonu hans Berglindar á austfjörðum. Í ferðinni er innifalin gisting, kvöldmatur og morgunmatur fyrir allt að 34 manns auk þess sem Prins Póló slær upp tónleikum fyrir hópinn.

Allar nánari upplýsingar um málið má finna hér.

Skrifaðu ummæli