„Eftir að ég var búinn að hlusta á plötuna valdi ég lagið Moldin angar”

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Stebbi Jak frá sér sína fyrstu sóló plötu en hún ber einfaldlega heitið Jak. Flestar þekkja Stebba úr hljómsveitinni Dimmu en þar hefur hann þenjað raddböndin af einstakri snilld!

Út var að koma glæsilegt myndband við lagið „Moldin Angar” og er það algjört konfekt fyrir augun! Það er enginn annar en Gaui H sem á heiðurinn af myndbandinu en hann er einn fremsti ljósmyndari landsins!

Við Stebbi vorum búnir að vera ræða það lengi að henda í myndband fyrir sóló efnið hans. Eftir að ég var búinn að hlusta á plötuna, Sem er algjör snilld btw, valdi ég lagið Moldin angar til að gera myndband við. – Gaui H.

Eftir að handritið var tilbúið var hent í tökur, sem tóku einn dag en svo fóru tveir dagar í eftirvinnslu! Gaui H situr aldrei auðum höndum en þessa dagana vinnur hann í tveimur myndböndum, eitt fyrir Norsku hljómsveitina Shining og annað fyrir Ragga Ólafs úr Árstíðum.

Skrifaðu ummæli