Ef tré fellur í skóginum en enginn sér það eða heyrir, hefur það þá gerst?

0

Tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Mountain Top.” Lagið er samansett úr þrem mismunandi lögum sem eru samin allt frá því árið 2011. “Will the trees notice if I fall down?“ er ein setningin í textanum og er vitnun í heimspeki pælinguna um það þegar tré fellur í skóginum en enginn sér eða heyrir það, hefur það þá gerst?

Í grunninn er textinn  um að vera einn í skóginum að öskra og enginn heyrir, þetta er kannski persónuskaði frá því að vera tónlistarmaður í harkinu of lengi. – Ragnar Zolberg.

„Mountain Top” er af komandi plötu kappans sem ber heitið Sonr Ravns og er hún tekinn upp í Noregi þar sem Ragnar er búsettur.  


„Mountain Top” er mixað í Svíþjóð af metal goðsögninni Daniel Bergstrand en hann hefur unnið með sveitum eins og meshuggah, in flames, behemoth svo sumt sé nefnt. Arnar Grétarsson úr hljómsveitinni Sign ljáði krafta sínar við gerð plötunnar og leikstýrði hann talsvert útkomunni.

myndbandið var skotið af æskuvini Ragnars, Ólafi Kiljan, og var það allt gert á einum degi og það eina sem Ólafur notaði var síminn sinn.

Skrifaðu ummæli