EF ÞÚ VILT BETRA SAMFÉLAG LESTU ÞÁ NÝÚTKOMNA BÓK SEM NEFNIST HUGSKOT

0

hugskot 2

Hugskot er handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu gagnrýninn borgari sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla.

hugskot

Markmiðið er að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun ásamt því að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu. Efni bókarinnar spannar m.a. baráttuna gegn kynjamisrétti á Íslandi 2015 og eru fjölmörg dæmi tekin úr íslensku samfélagi. Einstakir kaflar bókarinnar fjalla um flokkanir, staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, friðarmenningu og borgaravitund. Hverjum kafla fylgir efni til frekari umhugsunar fyrir þá sem vilja nota bókina til kennslu, ásamt orðaskrá og ítarlegum heimildarlista.

Höfundar Hugskots, Friðbjörg Ingimarsdóttir og Gunnar Hersveinn, hafa áralanga reynslu af starfi sem tengist efni bókarinnar, meðal annars sem kennarar og ráðgjafar. Sirrý Margrét Lárusdóttir myndskreytti bókina.

Comments are closed.