„EF MAÐUR SAKNAR EINHVERS ER BEST AÐ DREYMA EITTHVAÐ NÝTT”

0

Tónlistarkonan Ingunn Huld var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „Splendid” og er það einmitt frumsýnt hér á Albumm.is! Ingunn samdi lagið fyrir nokkrum árum og hefur það oft verið flutt „live“ en síðastliðinn vetur fór hún í hljóðver til að taka það upp með miklum snillingum! Ingunn segir lagið vera einskonar “pepp-popp” ef popp mætti kalla en hún segist alltaf eiga erfitt með að skilgreina eigin tónlist.

„Ef maður upplifir sig í lífinu að sakna einhvers sem er búið er best að búa bara til eitthvað skemmtilegt, leyfa sér að dreyma eitthvað nýtt upp á nýtt.”

Ingunn segir að það sé kannski ekki galið að lagið komi út þegar sumarið er búið en endalok geta verið upphaf að einhverju nýju!

Ingunn Huld samdi lag og texta, Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur og hljóðblöndun og Bjarni Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun en flytjendur lagsins eru eftirfarandi: Ingunn Huld Sævarsdóttir, söngur og þverflauta. Ásgeir Ásgeirsson, rafgítar. Árni Magnússon, rafbassi. Stefán Örn Gunnlaugsson, píanó. Erik Qvick, trommur og slagverk. Sturlaugur Björnsson, horn og Rakel Pálsdóttir, bakraddir.

Myndbandið er einkar glæsilegt en Birkir Ásgeirsson sá um upptökur, klippingu og Ingunn Huld Sævarsdóttir og Páll Cecilsson sáu um leik og Sævar Pálsson var stýrimaður og aðstoðarmaður á sjó.

Myndbandið er styrkt af Hljóðritasjóði STEF sem fær miklar þakkir fyrir segir Ingunn að lokum!

Ingunnhuld.com

Skrifaðu ummæli