„EF ÉG VIL EKKI HLUSTA Á ÞAÐ ÞÁ MEIKAR EKKI SENS AÐ LEYFA ÖÐRUM AÐ HEYRA“

0

Tónlistarmaðurinn Donyen var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Rosegold.” Róbert eins og hann heitir réttu nafni hefur verið iðinn við allskonar tónlistarsköpun frá unga aldri eins og að rappa, plötusnúðast og pródúsera!

Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum!


Hvað ertu búinn að pródúsera (útsetja) tónlist lengi og hvaðan telur þú að tónlistaráhuginn þinn komi?

Ég byrjaði sem plötusnúður (DJ) fyrir sirka sex árum og þeytti skífum á grunnskólaböllum, gerði mix, mash up og fiktaði við að pródúsa en ekki alvarlega fyrr en fyrir þremur árum, hef reyndar líka verið að nota röddina og byrjaði ég að rappa fyrir fimm árum. Áhuginn á tónlist byrjaði frekar snemma og hefur hún fylgt mér í gegnum ævina.

Er Rosegold búið að vera lengi í vinnslu og hvaðan sækir þú innblástur í þína tónlistarsköpun?

Verkefnið Rosegold tók mig fjóra mánuði vegna þess að eins og flestir þurfa að gera, var ég einnig að sinna mínum daglegu skyldum og lífi. Þetta var eitt af þessum verkefnum sem að flæða úr manni á réttum tíma og kom ég öllu sem ég hafði lært af minni reynslu í eitt verkefni. Ég lít upp til Gud, betur þekktur sem Yung Gud (Sadboys) sem er sænskur pródúser. Alltaf þegar mig vantar innblástur hlusta ég á Gud þó að ég fái líka innblástur úr mörgum áttum.

Yung Gud.

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Það sem er framundan hjá mér er að halda áfram að setja inn þessa vinnu og koma efni frá mér um leið og ég get hlustað á það sjálfur, því að ef ég vil ekki hlusta á það þá meikar ekki sens að leyfa öðrum að heyra.

Skrifaðu ummæli