Edda og Helmuth senda frá sér lagið „Ung Og Frjáls” – Fyrsta lagið á íslensku

0

Fyrir skömmu sendu Edda og Helmuth frá sér lagið „Ung Og Frjáls” en áður hefur Edda sent frá sér slatta af lögum og eina breiðskífu. Þetta er fyrsta verkefnið sem Edda og Helmuth vinna saman en Chase Anthony hjálpaði með textann. Edda er aðeins sextán ára og kemur frá Vopnafirði en hún hefur unnið í tónlist frá unga aldri!

„Ég er búin að hafa áhuga á tónlist síðan ég man eftir mér en er búin að vera að vinna með hana fyrir alvöru síðan sumarið 2017.” – Edda.

„Ung Og Frjáls” er fyrsta lagið sem Edda semur á Íslensku en hún hefur einungis notast við enskuna hingað til.

Helmuth eða Helmuth Þór Ólafsson Foelsche eins og hann heitir réttu nafni er 21 árs og er búsettur í Garðabæ.

„Ég byrjaði ungur að syngja og kom fram á viðburðum þegar ég var yngri. Þetta er fyrsta lagið sem ég hef út og það er meira á leiðinni.” – Helmuth.

Dagur Snær sá um útestningu, mix og master. Ekki hika við að skella á play, þetta er tær snilld!

Skrifaðu ummæli