EAST OF MY YOUTH SENDIR FRÁ SÉR SUMARSMELLINN „MOTHER“

0

east 2

Hljómsveitin East Of My Youth sendi í dag frá sér glænýtt lag sem nefnist „Mother.“ Lagið birtist fyrst á breska vef tímaritsins I-D sem telst nú ekkert slor. Thelma Marín Jónsdóttir og Herdís Stefánsdóttir skipa þessa snilldar sveit en umrædda lag er algjört sykurpopp af bestu gerð.

EAST

Hljómsveitin er ekki árs gömul en hefur náð ansi langt á stuttum tíma og hefur meðal annasr komið fram á hinni víðfrægu tónlistarhátíð SXSW í Texas.

Frábært lag hér á ferðinni og á eflaust eftir að koma hlustendum í rækilega gott sumarskap!

Hér má sjá fréttina á I-D og hægt er að hlusta á „Mother“ þar.

Comments are closed.