EARLY LATE TWENTIES VORU AÐ GEFA ÚT SÍNA FYRSTU STUTTSKÍFU

0

early 2

Tónlist Early Late Twenties einkennist af þykkum og litríkum röddum sem þræða sig í gegnum silkimjúka synta, þungan bassa og danstakta og gítarlínum sem fá að hefja sig til flugs í víðáttu hljóðheimsins. Textar þeirra innihalda heimspekilegar vangaveltur um lífið og dauðann, oftast í þeim tilgangi einum að frelsa hugann undan byrði raunveruleikans.

Early Late Twenties er samstarf tveggja íslenskra listamanna, búsettum í Hollandi. Dúóið skipa Ægir Þór Þórðarson sem starfar undir listamannsnafninu „Ægir the Artist“ og María Magnúsdóttir eða „MIMRA“ sem er sönkona og tónskáld. Með tónlistarbakgrunn jafn ólíkan og gíraffi er frá húsamús hófu þau tónlistarsamstarf sitt fyrir nokkrum árum. Milli hléa lögðu þau niður grunna, laglínur, textahugmyndir og fleira þar til úr mótaðist þeirra eigin elektróníski hljóðheimur. Hljómsveitina Early Late Twenties stofnuðu þau í október 2014 og gefa þau út sína fyrstu stuttskífu; ELT EP þann 15. apríl 2015.

early

Ægir the Artist er Breiðholtsvillingur sem hóf tónlistarferil sinn í dauðarokksenunni á Íslandi á tíunda áratugnum. Fjótlega opnaðist hugur hans fyrir því að búa til elektró mússík með miklu fikti við tölvur og rafmagnstól. Hann spilaði með ýmsum hljómsveitum sem aldrei urðu að einu né neinu, nema kannski Funk Harmony Park sem hann var í frá 2002-2005. Haustið 2010 flutti hann til Hollands þar sem hann hóf nám við Konunglega Listaháskólann í Haag þaðan sem hann útskrifaðist 2014.

early 3

MIMRA er upprunalega kórkrakki úr Garðabænum. Vorið 2015 líkur hún námi úr jazzsöng og tónsmíðum frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í margskonar verkefnum sem spanna allt frá gospel og jazzsöng til nútímaóperu til þess að semja fyrir stuttmyndir og alls þar á milli. Árið 2009 gaf hún út fönkskotnu poppplötuna Not Your Housewife og titillag plötunnar undir sama nafni hlaut góðar viðtökur á Íslandi.

ELT EP

1. Early late twenties    3:49

2. Áróra                              4:17

3. Another story             3:54

4. Úlfurinn                        4:45

5. Moment in mind       5:00

Allur réttur áskilinn Early Late Twenties. Mastering og aðstoð við hljóðblöndun: Nina Kraszewska.

 

Comments are closed.