DVÖLDU Á LAUGARBAKKA OG HVAMMSTANGA OG SÖMDU TÓNLIST

0

Tónsmiðja KÍTÓN fór fram í annað sinn vikuna 4. – 10. september þar sem 6 tónlistarkonur dvöldu á Laugarbakka og Hvammstanga, og sömdu tónlist og texta yfir vikuna. Afrakstur tónsmiðjunnar var svo  fluttur á Sjávarborg, gamla sláturhúsinu á Hvammstanga, sem nú hefur verið breytt í fallegan veitingarstað og selasetur.

Tónlistarkonurnar sem tóku þátt voru: Ásbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Ingunn Huld Sævarsdóttir. Unnur Sara Eldjárn, Unnur Birna Basadóttir og Þóra Björk Þórðardóttur.

Á föstudaginn 24. mars komu út þrjú lög sem urðu til á smiðjunni – lögin Cuban Lover, Innra Tinder og Invasion. Lögin eru nú (frá og með föstudeginum) aðgengileg á helstu tónlistarveitum, sem og á bandcamp síðu KÍTÓN.

Þetta er fyrsta útgáfa KÍTÓN, og erum við að sjálfsögðu afar stoltar með afraksturinn! Það var hann Stefán Örn Gunnlaugsson sem almennt sá um upptökustjórn með stelpunum, og hljóðblöndun að mestu, en Sigurdór Guðmundsson, Skonrokk studios, masteraði. Kredit fyrir hvert lag má svo sjá á bandbamp síðunni.

Allt ferlið var einnig kvikmyndað og mun heimildarmynd um tónsmiðjuna, unnin af Freyja filmworks, vera sýnd á RÚV í kjölfar útgáfunnar.

Allar nánari upplýsingar um tónsmiðjuna má finna á heimasíðu KÍTÓN. Næsta smiðja verður haldin á Stykkishólmi og mun stjórn KÍTÓN opna fyrir umsóknir innan skamms.

Styrktaraðilar smiðjunnar voru: Tónskáldasjóður Rásar 2, Tónlistarsjóður, Tónskáldasjóður 365 og Sveitarfélag Norðurlands Vestra.

Skrifaðu ummæli