DVÖLDU Í LISTAMANNARESÍDENSÍU Í GLASTONBURY

0

gruska-3

Hljómsveitin Grúska Babúska fór s.l. október til Glastonbury og dvaldi þar í listamannaresídensíu í tíu daga.

„Við sömdum fimm ný lög í residensíunni og spiluðum á fimm tónleikum í nágrannabæjum og í Glastonbury, en það sem mest kom út úr þessari dvöl voru kynni okkar af töfrandi tónlistarmönnum, og þá aðallega tónlistarkonum úr bænum. Við urðum jafnframt yfir okkur hrifnar af þessum undarlega heiðna nýaldarbæ, og sáum þarna möguleika á að skapa varanleg tengsl á milli tónlistarmanna frá Reykjavík og Glastonbury, enda eiga þessir sérstöku og fallegu tveir staðir mikið sameiginlegt og hafa svipaða orku fram að færa.“ – Harpa Fönn

Af því tilefni er hingað komin til landsins fjöllistamaðurinn Jennifer Bliss Bennett, sem t.d. var meðlimur bresku sækadelísku þjóðlagahljómsveitarinnar Circulus. Circulus eru einmitt þekktir fyrir framsækni sína í rokki og folk tónlist, og notar hljómsveitin blöndu af nútíma og miðalda hljóðfærum, svo sem lute, cittern, crumhorn and rauschpfeife, ásamt Moog hljóðgervlinum, bassa og rafmagnsgítara.

unnamed

Kannski má jafnvel segja að margt sé  líkt með nálgun tónlistarmanna frá Glastonbury og Íslandi, en meðlimir Circulus segjast trúa á álfa og tröll, og þeir hafa verið þekktir fyrir náinn flutning á tónleikum, og það að spila tónlist sína með áhorfendur sitjandi beint á gólfinu.

gruska2

Hún Jennifer mun flytja efni sitt ásamt Grúsku Babúsku og hljómsveitinni Hinemoa í Kirkju óháða söfnuðarins að Háteigsvegi í kvöld, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 20.00. Aðgangur verður ókeypis og gefst fólki tækifæri til að koma og njóta aðventunnar í notalegri stund við akústíska tóna, og verður enn fremur boðið upp á heitt kakó og lummur. Að auki verða sérstakir heilunarsteinar beint frá Glastonbury til sölu. Börn eru svo auðvitað hjartanlega velkomin.

Skrifaðu ummæli