DUSK OG KILO SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „YIPPEE KI YAY“

0
dusk 3

DUSK – Jake Tries (Jakob Reynir Jakobsson og Balrock (Bjarki Hallbergsson)

Hljómsveitin Dusk hefur verið talsvert áberandi að undanförnu en hana skipa þeir Jake Tries (Jakob Reynir Jakobsson og Balrock (Bjarki Hallbergsson). Kapparnir hafa verið að bralla í tónlist saman í meira en áratug en þeir hafa látið vel í sér heyra í EDM senunni með öflugum töktum og grípandi melódíum sem hafa heyrst á mörgum dansgólfum um allan heim!

KILO

KILO (Gassi Van Eyfjörð)

Kilo eða Gassi Van Eyfjörð eins og hann heitir réttu nafni er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi. Kappinn kemur frá Keflavík og hefur hann um árabil getið sér gott orð fyrir gott flow og góða textagerð.
Dusk og Kilo sendu frá sér lagið „Yippee Ki Yay“ fyrir skömmu en laginu má lýsa sem algjörum Banger! Virkilega flott lag hjá miklum snillingum og það er greinilegt að það kraumar hiti í Íslensku rapp senunni um þessar mundir!

Comments are closed.