DÚNDUR FJÖR Á PALOMA Í KVÖLD

0

lovebirds

Það verður heldur betur stuð á skemmtistaðnum Paloma  í kvöld þegar tónlistarmaðurinn Lovebirds mætir á svæðið og gerir allt brjálað en hann sló rækilega í gegn með laginu „Want You In My Soul.“ Kappinn heitir réttu nafni Sebastian ‘Basti’ Doering og kemur frá Hamburg en hann lýsir tónlist sinni sem 70´s og 80´s house tónlist sem má heyra um borð í geimskipi.

Shades of reykjavik

Lovebirds verður ekki einn um hituna en á efri hæðinni eru það Formaðurinn og KrBear sem trylla mannskapinn. Á miðhæðinni (Dubliner) verður heljarinnar Hip Hop/Rapp party en þar koma fram sveitirnar Shades Of Reykjavík, Alexander Jarl, Valby Bræður og Kiddi. Í kjallara hússins eru það Dj Frímann og Dj Yamaho sem gera það sem þau gera best og það er að láta fólk dansa, svitna og skemmta sér konunglega. Þetta er klárlega eitthvað sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara!

Hægt er að nálgast miða á Tix.is og kostar miðinn litlar 2.000 kr.

Comments are closed.