DÚNDRANDI DANSTÓNLIST, FÓLK Í FÍLING OG NÁTTÚRA EINKENNIR NÝTT MYNDBAND FRÁ TÓNLISTARVEISLUNNI TAKTFAKT

0

takt 2

Raf og danstónlistarveislan TaktFakt fór fram í Reykjavík og á Reykjanesi dagana 2. – 5. Júní.  Allir helstu danstónlistarmenn landsins komu fram, frumkvöðlar sem og nýir ásamt erlendum gestum. Á laugardeginum gafst fólki kostur á að skella sér uppí rútu en á Reykjanesi beið þeirra tólf tíma tónlistar og matarveisla.

Mikill fjöldi lagði leið sýna á Reykjanes enda ekki á hverjum degi þar sem fólki gefst kostur á að hlýða á dúndrandi tóna, gæða sér á ljúfengum veitingum og njóta náttúrunnar.

takt

K-Hand, GusGus, Thor, Ohm, Hunk Of A Man, LaFontaine, Áskell, Octal Industries, Orang Volante, ThizOne, Hidden People, NonniMal, Mr.Cold spiluðu fyrir gesti og óhætt er að segja að stemmingin hafi verið hreint út sagt rafmögnuð.

Skipuleggjendur fá verskuldað hrós fyrir frábært framtak og vonum við svo sannarlega að TaktFakt verði að árlegum viðburði.

Í gær kom út skemmtilegt myndband þar sem hægt er að skyggnast inn í þennan skemmtilega heim sem dans og raftónlistin er.

http://www.taktfakt.com/

Comments are closed.