DÚNDRA HLÝLEGU REGGAE Á DANSÞYRSTA BALLGESTI

0

Á morgun laugardaginn 6. Janúar ljúkum við jólavertíðinni, skjótum upp restinni af flugeldunum og dönsum af okkur jólasteikinni og hljómsveitin Hjálmar kemur loksins aftur á Bryggjuna Brugghús! Sveitin ætlar að dúndrar hlýlegu reggae á dansþyrsta ballgesti en ekki mikið hefur farið fyrir Hjálmum að undanförnu.

Gaurarnir eru í dúndur stuði og bjóða að venju upp á sveitt og grúví ball með brjáluðu brassi og frábærri stemmningu. Húsið opnar stundvíslega kl. 22:00 og ballið byrjar ca. 23:30. Hægt að panta borð í kvöldmat frá 17:00.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli