DULÚÐUGT ANDRÚMSLOFT BLANDAÐ MEÐ TAKTFÖSTUM TROMMUM OG DJÚPUM BASSA

0

Í dag kom út á vegum Möller Records platan Substance EP með raftónlistarmanninum Subminimal. Substance Ep er sveimkennd plata  í bland við drum´n bass og rafrænum tónum.  Dulúðugt andrúmsloft  blandað með taktföstum trommum og djúpum bassa gerir þessa plötu fullkomnna fyrir þá sem kunna að meta hina dekkri hlið rafrænar tónlistar.

Subminimal hefur verið lengi að og er þekktur fyrir hárbeitta taktsmíðar og bylmingsbassa. Hann hefur komið víða fram í gegnum tíðina og endurhljóðblandað lög fyrir listamenn á borð við Justice og Samaris.  Subminimal  gaf út sína fyrstu plötu, When and How,  árið 2011 hjá Hidden Hawai forlaginu.  Platan Microfluids var fyrsta útgáfa hans hjá Möller Records en hún kom út árið 2012, Sinian kom út árið 2014 og nú Substance EP árið 2017.

Soundcloud

Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli