DULÚÐLEGT MYNDBAND SEM BEYGIR OG BRÝTUR REGLUR ÞYNGDARAFLSINS

0

Tónlista-og listamaðurinn Auður gefur út nýtt lag sem nefnist „I’d Love” ásamt dulúðlegu og mögnuðu myndbandi leikstýrt af listamanninum sjálfum. Myndbandið við „I’d Love” er myndband þar sem nánd og kynferðisleg tilraunastarfsemi mynda bakgrunn sem Auður byggir á við leikstjórn sýna. Hann notar innblástur úr töfrandi jafnt raunsæjum heimi mynda eins og Birdman og ásamt verkum Christopher Nolan sem byggja upp þetta dulúðlega myndband sem beygir og brýtur reglur þyngdaraflsins. Auður dansar og túlkar verkið ásamt því að gefa innsýn í bakgrunn hans sem einstaks gítarleikara. Auður skilur áhorfandan eftir skilningslausan á ystu nöf þegar hann blandar saman elementum og fjölbreyttum hljóðheimum sem hann skapaði með klassískum gítar, 808 trommum og dáleiðandi bakgrunns röddunum.

Í námi þeirra við Red Bull Music Academy í Montreal, Canada, Auður og hinn Suður Afríski lagahöfundur og producer Selfir, unnu með og héngu með artistum eins og Chilly Gonzalez, Thundercat, Blood Orange og Björk og á sama tíma voru þeir með aðgang að heimsklassa stúdíóum allan sólarhringinn. Út frá þeirri baneitruðu blöndu sömdu þeir saman og útsettu þeir hið óútreiknanlega nýja lag þar sem tónlistarstefnur blandast þvert á hvor aðra og úr varð „I’d Love.“

Auður fylgir í fótspor Of Monsters and Men, Sigur Rós og Kaleo en hann hlaut verðlaunin Bjartasta Vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2017. Síðan þá hefur hann gefið út frumraun sína Alone, opnað fyrir Post Malone, spilað víða erlendis og samið með virtum lagahöfunum um allan heim og varð einnig hluti af merkum hópi sem vann og lærði við hinn virta RBMA skóla.

Auður mun spila á Iceland Airwaves 2017, Miðvikudaginn 1. Nóv kl 00:20-1:00 á Húrra og Föstudaginn 3. Nóv kl 19:20-19:50 í Listasafni Reykjavíkur.

Einnig má hlýða á lagið á Spotify

Audurmusic.com

Icelandairwaves.is

Skrifaðu ummæli