Dulúðlegt andrúmsloft og djúpur bassi – Ný plata frá Subminimal

0

Í dag kemur út á vegum Ortem Records í Bretlandi platan Polyphasic með íslenska raftónlistarmanninum Subminimal. Platan inniheldur fjögur lög þar sem takturinn dregur hlustandann áfram með dulúðlegu andrúmslofti  blönduðu með djúpum bassatónum. Platan er fullkomin fyrir þá sem kunna að meta framsækna raftónlist þar sem áhrifum úr techno, sveim og drum´n bass tónlist er blandað saman á frábæran hátt.

Subminimal eða Tjörvi Óskarsson hefur verið lengi að og er þekktur fyrir hárbeitta taktsmíðar og bylmingsbassa. Hann hefur komið víða fram í gegnum tíðina og endurhljóðblandað lög fyrir listamenn á borð við Justice og Samaris.  Subminimal gaf út sína fyrstu plötu, When and How, árið 2011 hjá Hidden Hawai forlaginu. Platan Microfluids kom út árið 2012, Sinian kom út árið 2014 og svo Substance EP árið 2017 allar hjá Möller Records. Ásamt því að hafa gefið út efni sjálfur og verið með lög á safnplötum.

Nálgast má plötuna á fleiri streymisveitum

Skrifaðu ummæli