DULARFULLT, SEIÐANDI OG TAKTFAST

0

mystik-22

Tónlistarmaðurinn Sigurður Ingi Sigurðsson eða Mystik eins og hann kallar sig var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt Dj mix. Mixið er hlaðið af raf og house tónum en öll lögin á mixinu eru eftir Mystik og voru þau samin á síðasta ári.

Mystik hefur komið víða við og verið viðloðinn allskonar tónlist en má þó helst nefna rapp, hip hop og rokk! Hér er á ferðinni frábært mix sem ætti að renna ljúft inn í vitund hlustandans.

Skrifaðu ummæli