DULARFULLT, SEIÐANDI OG EINSTAKLEGA VEL HEPPNAÐ

0

ambátt jess

Pan Thorarensen og Þorkell Atlason skipa dúettinn Ambátt, en fyrir skömmu sendu þeir frá sér plötuna  Flugufen. Platan hefur fengið glymrandi dóma enda ekki furða þar sem hún er einstaklega vel heppnuð!

Pan og Þorkell hafa komið víða við á sínum tónlistarferli og gaman er að sjá þessa hæfileikaríku einstaklinga slá saman hestum sínum.

ambatt

Á dögunum sendu drengirnir frá sér tvö stórglæsileg myndbönd við lögin „Brenningur“ og „Lognheimar.“ Katrín Mogensen syngur í  því fyrrnefnda en flestir þekkja hana úr hljómsveitinni Mammút.

Hér eru á ferðinni frábær lög og stórskemmtileg myndbönd! Ef þú hefur ekki hlýtt á Flugufen þá mælum við eindregið með því að þú gerir það strax!

Skrifaðu ummæli