DÚETTINN MARÍNA & MIKAEL SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT MYNDBAND

0

Djass dúettinn Marína & Mikael voru að senda frá sér myndband við lagið „Setjumst hér stutta stund“ af væntanlegri plötu Beint Heim en hún kemur út 16. Ágúst n.k.

„Beint heim, blandar saman tónlistinni sem við urðum ástfangin af í seinni tíð við tónlistina sem við ólumst upp við í æsku. Efniviðurinn er tónlistin sem við hlustum og spilum mest í dag, jazz og sönglög.  Hinsvegar leita útsetningarnar af lögunum í áhrifavalda frá æsku okkar, tónlistina sem við ólumst upp við.“

Útsetningarnar voru að mestu í höndum Mikaels en Marína samdi íslenska texta við öll lögin. Útkoman er akústísk, sumarleg, hlý og falleg plata.

Lagið „Setjumst hér stutta stund” er þeirra túlkun á gamla djass laginu „There’s A Lull In My Life.” Sögusviðið er miðnætti á Jónsmessunótt, rómantískt augnablik í íslenskri náttúru. Myndbandið gerði Ívar Eyþórsson.

Skrifaðu ummæli