DRUNGI Í VEÐRINU ÝTTI UNDIR LAGIÐ

0

dopur

Hljómsveitin DÖPUR er skipuð þeim Krumma Björgvinssyni (Mínus, Legend og Esja) og Linnea en sveitin hljóðritaði lagið „Frosin Jörð“ árið 2015 sem var ætlað til útgáfu en var frestað um tíma. Þetta drungalega veður undanfarna daga hefur ýtt undir að setja lagið á internetið og leyfa fólki að heyra.

dopur-2

Myndband við lagið er í bígerð og mun það eflaust líta dagsins ljós í næsta mánuði. Lagið verður fáanlegt á 7” vínyl og kemur hún út í byrjun mars næstkomandi. Platan kemur aðeins út í fimmtíu eintökum og er það Bónus plötur sem sjá um útgáfuna.

DÖPUR hefur verið að semja fyrir sína fyrstu hljómplötu í fullri lengd og hefur hljómurinn breyst töluvert síðan Frosin Jörð var hljóðritað. Hljómurinn hefur þróast í átt til doom metalsins í bland við shoegaze og pönk. Búast má við plötu í byrjun árs 2018.

Skrifaðu ummæli