DRUM & BASS, TECHNO OG STUÐ Á PALOMA UM HELGINA

0

paloma jess

Skemmtistaðurinn Paloma stendur alltaf fyrir sínu og er helgin samanþjöppuð af hreinni snilld! Í kvöld eru það Kuldaboli, Skrattar og LV Pier sem taka yfir kjallarann en á efri hæðinni taka plötusnúðar Vibes og KrBear öll völd!

Á laugardagskvöldinu sjá snillingarnir Agzilla og Plasmic um stuðið í kjallaranum en þeir eru iðulega kenndir við RVK DNB og eins og nafnið gefur til kynna spila þeir dúndrandi Drum & Bass tónlist! Efri hæðin er einnig þétt en það er hin eina sanna techno drottning íslands Yamaho sem tryllir lýðinn! Það kostar ekkert inn.

Skrifaðu ummæli