Dreifðir milli landa – „Textarnir gefa þessu þungan undirtón”

0

Ljósmynd: Snorri Gunnarsson.

Hljómsveitin YouYou var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Fireflies.” Sveitin samanstendur af fjórum meðlimum en sveitin er svolítið dreifð milli landa þessa dagana, tveir búa á Íslandi, einn í Danmörku og sá fjórði í London.

„Fireflies” er fimmta lagið sem YouYou gefur út, en sveitin er jafnt og þétt að safna saman lögum á breiðskífu. Tónlistin er nokkurs konar draumkennt indírokk með elektrónískum töktum og textarnir gefa henni þungan undirtón.

Þungamiðjan í tónlist YouYou eru lög og textar Snorra Gunnarssonar, en með honum í hljómsveitinni eru Guðmundur Annas Árnason, Kristinn Jón Arnarson og Valur Einarsson. Þeir hafa starfað með hinum ýmsu hljómsveitum í gegnum tíðina, sumir þeirra saman en fyrir aðra er YouYou ný byrjun á samstarfi.

Instagram

Soundcloud

Itunes

Skrifaðu ummæli