DREGUR MANN DJÚPT INN Í VERÖLD ÓENDANLEIKANS

0

moller-2

Í gær kom út á vegum Möller Records  platan „888“ með Andartak. „888“ er önnur plata  Andartak (Arnór Kári)  sem kemur út á vegum Möller Records, en platan „Mindscapes“ kom út árið 2015.

Platan „888“ inniheldur tólf  lög, innblásin af samstarfsverkefni nokkurra  listamanna sem fram fór á Siglufirði  árið 2015 og fangar stórbrotna og síbreytilega náttúru á leiðinni milli Siglufjarðar og Akureyrar. „888“ er 53 útgáfa Möller Records frá því að forlagið hóf starfsemi sína árið 2011.

moller

„888“er minimalísk, seiðandi og fljótandi en syntharnir draga mann djúpt inn í veröld óendanleikans! Hér er á ferðinni stórkostleg plata og er enn ein snilldin frá einni flottustu útgáfu landsins Möller Records.

Skrifaðu ummæli