DREAM WIFE SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „HEY HEARTBREAKER“ AF VÆNTANLEGRI SMÁSKÍFU SVEITARINNAR

0

dream 5

Hljómsveitin Dream Wife er heldur betur á flugi þessa dagana en sveitin sendi frá sér lagið „Hey Heartbreaker“ af væntanlegri smáskífu sem kemur út 11. Mars næstkomandi. Sveitin kemur fram á skemmtistaðnum Birthdays í London ásamt Reykjavíkurdætrum sem leggja land undir fót.

dream 4

Dream Wife hefur verið að fá talsvert mikla athygli í erlendum fjölmiðlum að undanförnu og má þar t.d. nefna tímarit eins og ID Magazine, The Line Of Best Fit og DIY Magazine svo fátt sé nefnt.

Eins og fyrr hefur komið fram gerir sveitin út frá London en það er hin Íslenska Rakel Mjöll sem syngur, Alice Go spilar á gítar og Isabella Podpadec plokkar bassann.

Lagið umrædda má lýsa sem pönki með frábærum söng og ómótstæðilegu klappi en krafturinn leynir sér ekki!

dream 3

Hér má sjá lagalistann af væntanlegri smáskífu:

  1. Hey Heartbreaker
  2. Everything
  3. Lolita
  4. Kids

Comments are closed.