DRAUMKENNT POPP ÚTSETT Á EINSTAKAN HÁTT

0

avoka

Mánudaginn 10. október verður fyrsta plata hljómsveitarinnar AVóKA sem nefnist Kok frumflutt í kaffihúsinu Stofan klukkan 20:00 og fram eftir kvöldi. Fyrsta prent af vínyl verður gefin út í afar takmörkuð upplagi af Vinyll.is og kemur úr prenti seinna í mánuðinum. Hægt verður að leggja pöntunn á Kok á staðnum.

avoka-kok

Kok var hljóðrituð og hljóðblönduð í Stúdío Kærleik, Geimstein og Stapanum af meðlimum innar hljómsveitarinnar og Masteruð af Styrmi Hauksyni.

AVóKA er draumkennt pop tónlist útsett á einstakan hátt þar sem harmoníum, trumpet og söngur leika stærstu hlutverkin og mynda afar ölduríkan hljóðheim. Hljómsveitin myndaðist úr sóló verkefni í hljómsveit árið 2014 í Njarðvík og kom fyrst fram á Músíktilraunum 2015 þar sem þau hrepptu þriðja sætið ásamt því að fá verðlaun fyrir besta trommu og bassaleikara tilraunanna.

AVóKA verður auðfinnanlega á Iceland Airwaves hátíðinni í ár „on venue” sem og „off venue.”

 

Comments are closed.