DRAUMKENNT, DÁLEIÐANDI OG LITLAR SEM ENGAR TROMMUR

0

kriki-svarthvit1

Fyrsta plata hljómsveitarinnar kriki er væntanleg í byrjun næsta árs, en hljómsveitin hefur verið talsvert áberandi undanfarin tvö ár. Platan ber heitið Svefn sem á vel við rólega og lágstemmda tónlist sveitarinnar. Tónlistin er draumkennd, dáleiðandi og litlar sem engar trommur eru notaðar en hljóðheimurinn er afar fljótandi.

kriki-svarthvit3

Ástin og misánægjulegu hliðar hennar er sterk þema í textum Katrínar Helgu, söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar. Hlustendur fá að gægjast inn í innstu kima sálar hennar. Ásamt henni í hljómsveitinni eru Sindri Bergsson sem spilar á hljóðgervla, gítar og önnur tilfallandi hljóðfæri  og Hjalti Jón Sverrisson sem spilar á bassa. Saman mynda þau heildstæðan hljóðheim með einlægni og einfaldleika að leiðarljósi.

Svefn er tilvalin plata fyrir þá sem vilja slaka á í skammdeginu og hverfa inn í þann töfrandi heim sem kriki hefur skapað.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak geta gert það hér

Skrifaðu ummæli