Draumkenndir straumar og íslensk náttúra – Nýtt myndband frá Árstíðum

0

Rétt fyrir helgi sendi hljómsveitin Árstíðir frá sér sína fimmtu hljóðversplötu en hún ber heitið Nivalis. Hljómsveitin hefur margar ástæður til að fagna þessa dagana en sveitinn verður tíu ára í sumar og hefur nýverið nælt sér í plötusamning hjá Fransk/bandaríska útgáfufyrirtækinu Season of Mist sem sér um að gefa út Nivalis.

Nú var að koma út brakandi ferskt myndband við lagið „While this Way” sem er tekið af ofangreindri plötu. Myndbandið er einkar glæsilegt og smellpassar það laginu. Gaui H og Lilja D unnu myndbandið!

Skrifaðu ummæli