DRAKK KONÍAK MEÐ ÚTIGANGSMANNI FRÁ MEMPHIS

0

Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson.

Tónlistarmaðurinn Elvar Heimisson eða Elli Grill eins og flestir þekkja hann var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Skíðagrímu Tommi (HÆ GRILLI GROM).” Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans Pottþétt Elli Grill og Dr. Phil Þykk Fitan vol. 5 og kemur út á næstu dögum!

Myndbandið er unnið af Ella og Prins Puffin en saman eru þeir í hljómsveitinni Shades Of Reykjavík. Albumm.is náði tali af Ella og svaraði hann nokkrum spurningum um lagið, plötuna og skíðagrímu Tomma og margt fleira!


Er lagið búið að vera lengi í vinnslu og hvaðan fékkstu innblástur fyrir það?

Lagið er samið og tekið upp í Tennessee í stúdíói sem heitir „The southern demon herd“ sem er hópur af klikkuðum sígaunum. Við gistum nokkrar nætur þar í skólarútu og húsbílum fyrir utan, en vorum síðan reknir af öllum nágrönnunum sem héldu að við værum klikkaðir Rússar sem væru alltaf að skylmast með sverðum fyrir utan. Ég var á tónleikaferðalagi með Shades of Reykjavík. Ég samdi taktinn með Hermann bridde en við notuðum gamlar teknó kassettur til þess að ná rétta hljóminum ég var nefnilega alinn upp við mjög hrátt teknó.

Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson.

Lagið heitir „Skíðagrímu Tommi (HÆ GRILLI GROM)“ er það um einhvern sérstakan?

Já lagið er samið um útigangsmann frá Memphis sem eg drakk koníak með og hann sagði mér ansi klikkaðar sögur, Tommi Rétti þriðji er stórhættulegur.

Myndbandið er ansi tryllt, hver er hugmyndin á bakvið það?

Prins Puffin úr Shades of Reykjavík gerði myndbandið með mér, við erum vanir gömlum hráum Skate myndböndum sem að við gláptum á sem krakkar og var þetta bara tímaspursmál hvenær við mundum gera VHS myndband.

Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson.

Nú er fyrsta sóló platan þín á leiðinni, hvenær er von á henni og eitthvað að lokum?

Pottþétt Elli Grill og Dr. Phil Þykk Fitan vol. 5 kemur út eftir örfáa daga og mun taka hlustandann í ævintýri um geislavirkar eðlur og kolkrabba sem éta geimfara þú munt þurfa sálfræði tíma hjá Dr. Phil eftir fyrstu hlustun. Shades of Reykjavík og Lilli Elli Grill við eigum norðurpólinn.

Skrifaðu ummæli