DR. PHIL ER ALLT OF FEITUR FYRIR SJÓNVARP

0

sor-1

Rapphljómsveitin Shades Of Reykjavík voru að droppa glænýju lagi og myndbandi en það ber heitið „Aðeins of feitt“ SOR eins og sveitin er iðulega kölluð er meðal helstu rappsveita landsins en þeir hafa sent frá sér smelli eins og „Drusla“ og „Enginn þríkantur hér” en þar fer indverska prinsesann Leoncie á kostum!

sor-3

„Aðeins of feitt“ er eins og nafnið gefur til kynna alveg spikfeitt og óhætt er að segja að hér er á ferðinni eitt af þeirra bestu lögum! Bandaríski rapparinn Since When? kemur fram í laginu en hann er partur af krúi sem kallar sig The Southern Demon Herd.

Þykkur bassi, geggjað flæði og feitar rímur einkenna lagið og erfitt er að skella ekki upp úr þegar Elli Grill byrjar að tala um Dr. Phil!

Skrifaðu ummæli