DOWNGARDEN MEÐ EXOS ER FYRSTA NÝJA ÚTGÁFAN HJÁ THULE RECORDS Í 14 ÁR

0

exos

Í gær kom út Downgarden með Exos á vegum Thule Records. Hún er fáanleg á 180gr vínyl í takmörkuðu upplagi (500 eintök).

Downgarden með Exos er fyrsta nýja útgáfan á Thule útgáfunni í hartnær 14 ár. Listamaðurinn hefur verið iðinn við kolann undanfarið við að koma fram – t.a.m. spilaði hann síðustu helgi á hinni goðsagnakenndu Awakenings hátíðinni í Hollandi fyrir framan 10.000 manns.

Exos - Downgarden - Cover

Exos (Arnviður Snorrason) er einn af máttarstólpum Thule útgáfunnar, sem fagnar í ár 20 ára starfsafmæli. Hann hefur lengi talinn vera leiðandi afl í íslenskri tæknósenunni og einn virtasti útsetjari tæknósenunar í Evrópu. Eftir hann liggja fjölmargar útgáfur, sem allar hafa hlotið prýðilega móttökur – bæði hjá plötusnúðum sem og hjá gagnrýnendum. Undanfarið hefur hann verið á mála hjá трип útgáfunni, sem er stjórnað af drottningu tæknósins – Nina Kraviz

Útgáfan er fáanleg í gegnum bresku plötubúðina Juno – en nokkur eintök verða fáanleg í þeim plötuverslunum sem máli skipta í Reykjavík.

Thule útgáfan er að mörgum talin vera ein af frumkvöðlum naumhyggju-tæknóstefnunnar og var um tíma upphafspunktur fyrir marga af helstu raftónlistarsveitum landsins. Framundan hjá útgáfunni eru stuttskífur með Octal Industries og Ohm, Waage, Nonnimal og fleirum – ásamt því að stór og vegleg safnútgáfa í tilefni 21 árs starfsafmæli útgáfunnar er væntanleg eftir sumarið.

Hægt er að nálgast plötuna hér.

Comments are closed.