DOKTOR MISTER SENDIR FRÁ SÉR SKOTHELDAN „BANGER“

0

Tónlistarmaðurinn Doktor Mister var að senda frá sér eitursvalt lag sem ber heitip „I´ll Do It Again.” Doktorinn eða Ívar eins og hann heitir réttu nafni er alls enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarsköpun en hann gerði allt brjálað með hljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome!

Óhætt er að segja að umrætt lag sé algjör “banger” og á vel heima á dansgólfum borgarinnar. Hljóðheimurinn er óaðfinnanlegur og ætti hvert mannsbarn að finna taktinn streyma um líkamann! Kappinn er afar iðinn við tónlistarsköpun og er von á breiðskífu frá honum í Janúar!

Hægt er að hjýða á og versla lagið hér.

Skrifaðu ummæli