DÖGG SENDIR FRÁ SÉR REMIX AF SLAGARANUM „AINT GOT NOBODY“ MEÐ SÍSÝ EY

0

dogg 2

Ólafur Ingólfsson er iðinn við tónlistarsköpun en hann hefur verið viðloðinn tónlist í langann tíma. Kappinn lamdi húðir með hljómsveitinni Tommy Gun og var trommari hljómsveitarinnar Hellvar í um tvö ár. Kjuðarnir eru yfirleitt ekki langt frá Ólafi en hann er svokallaður ball trommari og spilar hann á hinum og þessum stöðum um helgar.

dogg 3

Kappinn var að senda frá sér remix af slagaranum „Aint Got Nobody“ með hljómsveitinni Sísý Ey. Dögg er listamannsnafn Ólafs þegar hann fæst við raftónlist en hann hefur verið að semja tónlist undir því nafni í um þrjú ár.

Flott remix frá hæfilekaríkum tónlistarmanni!

Comments are closed.