DJÚPUR DRAUMKENNDUR HLJÓMUR MEÐ ÞUNGUM TAKTI

0

Tónlistarmaðurinn SEINT sendi á dögunum frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „They Live.” Tónlistarkonan Kría kemur einnig að laginu en smáskífa er væntanleg frá þeim í haust.

SEINT er fyrsti tónlistarmaður sinnar eigin stefnu sem nefnist „Post Pop“ eða „Heimsendapopp.“ Þar er áherslan lögð á djúpan draumkenndan hljóm með þungum takti leitt áfram af melódískum söng. Margt er búið að vera í bígerð seinustu misseri hjá Joseph Cosmo (SEINT) en hann sendi frá sér tvöfalda smáskífu „Post Pop/The Last Day With Us“ við góðar undirtektir.

Hægt er að nálgast Post Pop/The Last Day With Us á Spotify, iTunes, Amazon o.fl.

Instagram

Skrifaðu ummæli