DJÚPSJÁVARKAFARI SEM DREYMIR UM AÐ KAFA Á MARS

0

Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson (Warmland, Leaves) var að senda frá sér plötu með tónlistinni hans úr heimildarmyndinni L’homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars). Myndin er leikstýrð af franska leikstjóranum Thierry Robert og fjallar um undirbúning þess að maðurinn ferðist til plánetunnar Mars og jafnvel setjist þar að. Inn í hana fléttast líka draumkenndar senur um djúpsjávarkafara sem dreymir um það að kafa á Mars. Myndin verður þar að leiðandi mjög draumkennd á köflum og fær tónlist Arnars að njóta sín vel.

Á síðasta ári gaf Arnar út plötuna Grey mist of Wuhan sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í opnum flokki.

Plötuna er nú að finna á öllum helstu streymisveitum svosem Spotify og Itunes.

Úr myndinni L’homme qui voulait plonger sur Mars.

Það er nóg framundan hjá Arnari. Hann og Hrafn Thoroddsen vinna nú að fyrstu hljómplötu hljómsveitarinnar Warmland, en sveitin kom einmitt fram á sínum fyrstu tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta miðvikudag. Einnig hefur leikstjórinn Thierry Robert hefur beðið hann um að gera tónlist við tvær nýjar myndir en vinnan við þær hefst á næsta ári. Arnar starfar sem upptökustjóri í Aeronaut Studios og hefur þar unnið með tónlistarmönnum eins og Kaleo, Ham, Quarashi, Axel Flóvent, Bang Gang mörgum og fleirum.

Skrifaðu ummæli