DJAMMAÐI MEÐ STONE TEMPLE PILOTS OG GEFUR ÚT NÝTT LAG

0

einar-vilberg

Tónlistarmaðurinn Einar vilberg var að senda frá sér lagið „Eventually“ sem er annað lagið af væntanlegri sólóplötu hanns. Kappanum er margt til lista lagt en hann er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Noise en einnig rekur hann ásamt bróður sínum stúdíóið Hljóðverk.

Fyrir skömmu komst kappinn ansi nálægt því að verða valinn söngvari goðsagnakenndu rokkhljómsveitarinnar Stone Temple pilots! Þannig er mál með vexti að Einar sendi inn upptöku af sér syngja lagið „Tripp­in’ on a hole in paper heart“  en sveitin leitar nú að söngvara eftir fráfalls söngvarans Scott Wei­land.

einar-vilberg-2

Upphófst mikið ævintýri en Einar flaug til Los Angeles, spilaði tónlist með goðunum og fór í stúdíó 606 sem er í eigu rokkarans Dave Grohl, alls ekki slæmt það! Stone Temple Pilots þurftu að velja úr 40.000 umsóknum og var Einar valinn í topp þrjú sætin og liggur nú valið á milli tveggja söngvara, Einar er ekki einn þeirra. Þetta tels ein flottasta viðurkenning sem tónlistarmaður getur óskað sér enda ekki á hverjum degi sem Íslenskur rokkari fær að djamma með heimsfrægum tónlistarmönnum!

„Eventually“ er rólindis rokkballaða og hver veit nema að Dave Grohl og félagar séu með lagið í eyrunum akkúrat núna!

 

Comments are closed.