DJ MARGEIR OG OCULUS TRYLLA LÝÐINN Á PALOMA Í KVÖLD

0

margeir oculus2

Í kvöld Fimmtudaginn 8. september ætla þeir Dj Margeir og Oculus ad koma saman á skemmtistaðnum Paloma og halda veislu fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur!

Dj Margeir er búinn að vera grafa upp gamlar og nýjar perlur úr plötusafninu sínu og ætlar hann að spila sérstakt Vínyl sett sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Oculus ætlar að taka með sér alla samplerana og synthana og framreiða allskonar framúrstefnuleg hljóð og takta, ásamt því að spila glænýtt frumsamið efni sem hann hefur verið að vinna að í studíóinu að undanförnu.

Húsið opnar kl 22:00 og standa herlegheitin til kl 01:00

Frítt er inn!

 

Comments are closed.