DJ ÍSLANDS Á PALOMA

0

sunnu

Það verður sannkölluð veisla á Paloma á næstunni en keppnin um plötusnúð íslands fer fram næstu fjóra sunnudaga. Sunnudagsklúbburinn í samstarfi við Fernet Branca standa að kvöldunum þar sem skorað verður á handhafa hins vafasama titils „DJ Íslands.“ Að þessu sinni eru áskorendurnir fleiri en síðast og því verða haldin undanúrslitakvöld alla sunnudaga fyrir jól þar sem ræðst hver mætir núverandi titilhafa Magga Lego og stendur uppi sem sigurvegari.

sunnu 2

DJ YAMAHO og Formaðurinn

Herlegheitin byrja annaðkvöld 6. Desember en þá eru það tvær gamalreyndar kanónur úr íslensku neðanjarðardanstónlistarsenunni sem leiða saman hesta sína og sýna gamla takta og nýja til að vinna hylli gesta. Í vinstra horninu er hin eina sanna dansdrottning okkar Íslendinga Dj YAMAHO. Í hægra horninu er það Formaðurinn sjálfur sem beið lægri hlut á móti Herb Legowitz í síðustu rimmu en kemur tvíefldur til leiks.

13. Desember eru það Bensol og Ewok sem berjast um titilinn en báðir tveir hafa verið ansi áberandi í Íslenski plötusnúðasenunni og eru góðkunnir klúbbamenningu landans.

20. Desember eru það svo sigurvegara frá báðum undankeppnum sem mætast í hringinn og sigurvegarinn mætir svo sjálfum núverandi Dj Íslands sjálfum Herb Legowitz á úrslitakvöldinu 1. Janúar 2016.

Kynnir og dómari verður Árni nokkur Sveins og mun hann sinna því starfi af innsæi og sanngirni og að sjálfsögðu er það Branca Strúturinn sem er verndari og lukkudýr kvöldsins.

Sunnudax.02.01.15 by Sunnudagsklubburinn on Mixcloud

Comments are closed.