DJ FRÍMANN MEÐ FJÖGURRA KLUKKUTÍMA MIX Á KAFFIBARNUM

0

FRIMANN 2

Dj Frímann (Frímann Andrésson) er einn fremsti plötusnúður landsins, en hann hefur verið það um árabil. Kappinn var tíður gestur á goðsagnakennda skemmtistaðnum Rósenberg sem var í kjallara Tunglsins, en þar mátti eingöngu heyra dúndrandi danstónlist.

FRÍMANN 3
Dj Frímann hefur lengi vel verið flaggberi danstónlistar hér á landi og er löngu orðinn goðsögn í lifandi lífi.
Kappinn spilaði á Iceland Airwaves í ár, nánar tiltekið á Kaffibarnum en Frímann tók upp allt mixið sem má heyra hér að neðan.

FRIMANN
Stemmingin var vægast sagt rafmögnuð á Kaffibarnum þetta kvöld enda ekki annað hægt þegar Frímann stendur við spilarana!

Comments are closed.