Disslag á Áttuna – „Ég er mögulega óáttulegasti hlutur í heimi“

0

Comedy Rapp grúppan Ctrl Alt Délítan voru að senda frá sér hresst lag og myndband sem nefnist „JÁJÁ“ og er í raun djók disslag á Áttuna. Grúppan er þekkt fyrir að gera fyndin lög og sketsa ekki ósvipað Lonely Iland og fleirum. Meðlimirnir eru Mc Þungurpungur, “Þessipunguráaðveraþungur“ (Páll Sigurður Sigurðsson). V-King, (Viktor Ingi Guðmundsson). Dagur, (Dagur Sigurður Úlfarsson). Strákarnir stofnuðu hljómsveitina til að taka þátt í Músíktilraunum 2017 með sú hugmynd að spila tónlist með einhverjum sem kann ekkert á tónlist eða hefur einhverja tónlistarhæfileika. Þannig kapparnir plötuðu vin sinn Stjarneðlisfræðinginn Dag.

„Lagið JÁJÁ, varð til út frá þegar Áttan var að auglýsa eftir nýjum meðlimum ákvað ég að prófa að sækja um í algjöri kaldhæðni. Ég bjóst ekkert við því að komast áfram af því, Lets face it, ég er mögulega óáttulegasti hlutur í heimi, stór og feitur krúttbolla! – Páll

Auðvita komst svo kappinn áfram alla leið í topp 10 og segir hann að þá var hann orðin frekar smeykur á þessum tímapunkti og hugsaði hvað hann væri búin að koma sér út í.

„Við vorum allan tímann að djóka með það í miðju ferlinu að ef ég kæmist ekki inn að við myndum gera Disslag! Ekki það að við höfum eitthvað á móti áttunni…þetta er fínt fólk.“ – Páll

Kappinn komst ekki inn sem er jákvætt vegna þess að þá hefði þetta snilldar lag ekki orðið til!

Hækkið í botn og hafið gaman að þessu!

Skrifaðu ummæli