DIMMA OG STORMSVEITIN FARA Á KOSTUM Í NÝJU TÓNLEIKAMYNDBANDI

0

Hljómsveitin Dimma var að senda frá sér glænýtt tónleikamyndband við lagið „Bergmál” sem einnig komið inn á vinsældalistalista X-977. Dimma nýtur þar aðstoðar karlakórsins Stormsveitin en myndbandið var tekið upp á útgáfutónleikum Dimmu í Háskólabíó fyrr í sumar.

Gunnar B „Gussi“ Guðbjörnsson gerði myndbandið en hann hefur komið að öllum fjórum DVD diskum Dimmu.

Næstu tónleikar Dimmu verða í Hvíta Húsinu, Selfossi föstudaginn 1. september og í Bæjarbíó Hafnarfirði laugardaginn 16. september og sunnudaginn 17. september.

Það er þegar uppselt á fyrri tónleikana í Bæjarbíó en enn eru til miðar á síðari tónleikana!

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli