DIMMA LEGGUR LOKAHÖND Á PLÖTU OG HALDA TRYLLTA TÓNLEIKA

0

Dimma.

Dimma er ein vinsælasta hljómsveit landsins en  Stefán Jakobsson, Ingó Geirdal, Birgir Jónsson og Silli Geirdal eru á blússandi siglingu um þessar mundir! Árið 2014 sendi sveitin frá sér plötuna Vélráð og sló hún rækilega í gegn. Drengirnir eru nú læstir inn í hljóðveri og eru þeir að leggja lokahönd á glænýja plötu sem kemur út með vorinu.

Dimma.

Þeir sem hafa barið sveitina augum á tónleikum vita að Dimma er eitt öflugasta tónleikaband Íslands og þó víðar væri leitað! Á morgun 4. Febrúar blæs Dimma tilheljarinnar tónleika á Hard Rock Café en sveitin hefur ekki komið fram á tónleikum í Reykjavík í langan tíma! Eins og alltaf má búast við svita, gleði og alvöru þungarokki en einnig má búast við að sveitin taki einhver ný lög, spennandi!

Dimma.

Albumm.is náði tali af hljómsveitinni og svaraði hún nokkrum spurningum um plötuna og tónleikana.

eruð þið að senda frá ykkur glænýja plötu, er hún búin að vera lengi í vinnslu og er þetta búið að vera erfið fæðing?

Við byrjuðum bara með hreint borð í desember og það hefur gengið vonum framar að vinna og semja plötuna. Við erum eins og vel smurð vél, við þekkjum hvern annan svo vel og vinnubrögðin góð. Þess vegna hefur það verið frekar átakalaust að koma þessu frá okkur.

Hvernig hefur þróunin verið frá síðustu plötu og er nýja platan eitthvað frábrugðin fyrri verkum?

Þetta er alltaf þungarokk, það þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta er ennþá Dimma en ólíkt þróun margra þungarokksbanda sem verða léttari með tímanum, er að við erum bara að verða þyngri. Þetta verður okkar þyngsta plata til þessa.

Uppteknir í hljóðverinu.

Hvenær kemur platan út og verður hún fáanleg í plötuverslunum og á hvaða formati?

Platan kemur út um miðjan maí – byrjun júní. Við erum búnir að bóka útgáfutónleika 10. júní og verðum því að vera búnir að gefa út þá. Við verðum líka byrjaðir að spila út um land allt um miðjan maí svo við erum búnir að setja góða pressu á okkur og við verðum að vera búnir að skila af okkur á góðum tíma. Platan verður til í öllum betri hljómplötuverslunum og að sjálfsögðu verðum við alltaf með hana hvar sem við komum fram. Hún kemur út á CD og það er stefnt á að gefa hana út á Vínyl líka.

Nú er Dimma afar virk hljómsveit og dugnaðurinn leinir sér ekki, hvað er trikkið við að halda úti farsælli hljómsveit?

Við erum stöðugt að endurskoða og vinna í stefnunni okkar ásamt því að setja hærri og hærri markmið. Þannig þurfum við alltaf að vera á tánum og halda okkur við efnið. Svo er bara svo ógeðslega gaman að spila þungarokk!

dimma-2

Magnaðir á sviði!

Fáið þið aldrei leið á rokkinu og langar bara að skipta yfir í t.d. rappið?

Nei.

eruð þið með heljarinnar tónleika á Hard Rock Cafe þann 4. febrúar, við hverju má fólk búast?

Fólk má búast við mjög hefðbundnum Dimmu tónleikum og að öllum líkindum munum við frumflytja einhver lög af væntanlegri plötu.

Eitthvað að lokum?

Sjáumst á Hard Rock Café Reykjavík á Laugardagskvöldið!

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22:00 og kostar litlar 2.500 kr inn. Miðasala er á Tix.is

https://www.instagram.com/dimmaband

Skrifaðu ummæli