DIMMA DAÐRAR VIÐ TRASH METALINN

0

Það er mikið um að vera hjá hljómsveitinni Dimmu þessa dagana en sveitin var að senda frá sér nýtt tónleikamyndband við lagið „Illgresi” af nýju plötunni Eldraunir. Þar kveður aðeins við þyngri og harðari tón, þar sem Dimma daðrar aðeins við Thrash Metalinn.

Dimma verður með tvenna tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði um helgina en það er löngu uppselt á kvöldið í kvöld (laugardag) 16. september en það má enn finna miða á Sunnudagskvöldið 17. september.

Myndbandið var tekið upp á útgáfutónleikunum fyrir Eldraunir í Háskólabíó í sumar, en það er Gunnar “Gussi” Guðbjörnsson sem gerir myndbandið og Silli Geirdal bassaleikari Dimmu hljóðblandaði.

Hægt er að nálgast miða á tix.is

Skrifaðu ummæli