DIKTA SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA EASY STREET Í DAG

0

dikta 2

Hljómsveitin Dikta er að senda frá sér sínu fimmtu breiðskífu í dag og því ber að fagna! Breiðskífan ber það skemmtilega nafn Easy Street en umslagið er einkar fallegt. Platan var unnin á tveggja ára tímabili hérlendis og í Þýskalandi undir stjórn Þýska upptökustjórans Sky Van Hoff. Lögin Sink Or Swim og We´ll Meet Again komu út á undan plötunni og fengu mjög góðar viðtökur á öldum ljósvakans. Því ríkti mikil eftirvænting aðdáenda eftir plötunni, sem er einnig fáanleg á vínyl.

Dikta cover_final_1

Þetta er virkilega flott plata hjá strákunum í Dikta og verður klárlega ein af plötum ársins!

Af þessu tilefni blæs Dikta til útgáfutónleika í Norðurljósum Hörpu þann 9. September  þar sem öllu verður til tjaldað svo tónleikarnir verði sem glæsilegastir. Hægt er að nálgast miða hér.

YOU TUBE
www.youtube.com/diktamusic

TWITTER
www.twitter.com/dikta

VIMEO
www.vimeo.com/dikta

Comments are closed.