DIE ANTWOORD OG M.O.P. ÁSAMT FLEIRUM BÆTAST VIÐ Á SECRET SOLSTICE

0

die antwoord

Secret Solstice-tónlistarhátíðin hefur svo sannarlega ekki slegið slöku við undanfarnar vikur varðandi tilkynningar en eftir að hafa bætt heilum aukadegi við hátíðina viljum við kynna til leiks 32 ný nöfn sem koma til með að stíga á svið í Laugardalnum dagana 16. – 19. júní. Ber þar helst að nefna Suður-Afríska rapptvíeykið Die Antwoord, franska frumkvöðulinn St. Germain og bandarísku rappsveitina M.O.P. Eins og sjá má er nýjasta tilkynning hátíðarinnar mjög miðuð af hip hop-tónlistarstefnunni og hefur að geyma stóra áhrifavalda hip hopsins bæði
hérna heima og utan landsteinanna.

die antwoord 2

Die Antwoord

Secret Solstice-hátíðin leggur mikið upp úr fjölbreytni og að geta boðið hátíðargestum upp á sem flest úrvals tónlistaratriða. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðardagskránni, en nú eftir nýjustu upptalningu á listamönnum þá má gera ráð fyrir að rapp unnendur Reykjavíkur gleðjist.

m.o.p.

M.O.P.

Hér fyrir neðan má sjá alla þá listamenn sem bæst hafa við:

Die Antwoord [ZA]
Flatbush Zombies [US]
Art Department [CA]
St Germain [FR]
General Levy [UK]
Slow Magic [US]
M.O.P [US]
Hjaltalín [IS]
Infinity Ink [UK]
Stacey Pullen [US]
Troyboi [UK]
Section Boyz [UK]
Paranoid London [UK]
Gísli Pálmi [IS]
Novelist [UK]
XXX Rottweiler [IS]
Robert Owens [US]
Maher Daniel [CA]
Glacier Mafia [IS]
Ocean Wisdom [UK]
Reykjavíkurdætur [IS]
Jack Magnet [IS]
Nitin [CA]
Problem Child [UK]
Big Swing Soundsystem [UK]
Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS]
Wølffe [UK]
KSF [IS]
Tanya & Marlon [IS]
Alexander Jarl [IS]
Fox Train Safari [IS]
Kristian Kjøller [DK]
Tusk [IS]
Geimfarar [IS]
Marteinn [IS]
ILO [IS]
Sonur Sæll [IS]
Brother Big [IS]
Rob Shields [UK]
Balcony Boyz [IS]
Will Mills [UK]

Comments are closed.