DEVINE DEFILEMENT, WHILE MY CITY BURNS OG MORII KVEIKJA Í ÍSLENSKA ROKKBARNUM

0

 

Devine Defilement eru að halda tónleika 30. september næstkomandi ásamt While My City Burns og Morii á Íslenska Rokkbarnum. Devine Defilement koma frá Selfossi, Hveragerði og Hafnarfirði til að spila brútal dauðametal, While My City Burns spilar Metalcore frá Reykjavík og Morii er í progressive, alternative rokkinu.

While My City Burns voru nýlega að gefa út tónlistarmyndband við lagið Vivens Mortua og Devine Defilement munu gefa út myndband við lagið Force Fed Human Feces í lok september sem mun vera frumsýnt áður en tónleikar byrja. Hljómsveitirnar ætla í tilefni af því að splæsa í frían bjór fyrir alla sem mæta, þar til að birgðir klárast.

Skrifaðu ummæli