DEVINE DEFILEMENT GERA ÁBREIÐU AF LAGINU „MUTTER“ MEÐ RAMMSTEIN

0

Dauðametal bandið Devine Defilement voru að senda frá sér snilldar ábreiðu af laginu „Mutter” með engum öðrum en Rammstein.

Devine Defilement er dauðametal band frá Selfossi, Hveragerði og Hafnarfirði sem var stofnað 2016 af Stefáni (trommuleikara) og Árna (gítarleikara), sem side-project. Þeir sömdu tvö lög vikuna eftir stofnun og ákváðu að gera side-projectið að alvöru bandi með því að fá í lið með sér Hermann (söngvara) og Snorra (bassaleikara). Snorri var hinsvegar ráðinn mjög nýlega eftir langa leit að bassaleikara.

„Hugmyndin með coverið kom náttúrulega út frá því að við erum allir svakalegir Rammstein aðdáendur frá mjög ungum aldri. Þannig að við vorum bara „fuck it“ spilum lagið eins og við myndum semja það og þetta var útkoman. Lagið er nú ekki samt alveg jafn þungt og lögin okkar en þetta hefur smá pung. Vonum bara að fólk fýlar lagið jafn mikið og við.” – Devine Defilement

Devine Defilement sendu frá sér sýna fyrstu EP plötu Depravity 6. Desember 2016 og kom hún út á spotify, amazon og youtube. Strax í byrjun 2017 hófst svo vinna á nýrri EP plötu.

Devine Defilement eru að spila á eftirtöldum stöðum í sumar:

18. Maí á Gauknum með While My City Burn og Óværu

26. Maí á Paddys í Keflavík með While My City Burns

23. Júní á Gauknum með Urðun

11. Júlí á Gauknum með The Monolith Deathcult og Óværu

Skrifaðu ummæli